Fara á biðlista We will inform you when the product arrives in stock. Just leave your valid email address below.
Email We won't share your address with anybody else.

AARKE Á ÍSLANDI

UM AARKE

 

Aarke  var stofnað í Svíþjóð af vöruhönnuðunum Jonas Groth og Carl Ljungh. Aarke þýðir „hversdagur" á suðursamísku, tungumáli sem einungis 500 manns tala í norður Svíþjóð. Aarke var stofnað með það að markmiði að endurhanna og framleiða klassísk eldhústæki, eitthvað sem þeim fannst hafa gleymst hjá hönnunarsamfélaginu.

Fyrsta varan frá Aarke er sódavatnstækið sem kom fyrst á markað í Svíþjóð seint árið 2016 í samstarfi við AGA. Tækið hefur slegið í gegn á síðustu misserum og hlótið einróma lof fyrir fallega hönnun og góða virkni.

Það er Halba ehf. sem er dreifingaraðili Aarke á Íslandi og kom með tækin fyrst á markað fyrir jólin 2019. Aarke sódavatnstækið passar vel inn í vegferð Halba, sem einnig flytur inn Sjöstrand kaffið, í að stuðla að umhverfisvænni lífsstíl heimila með fallegum eldhústækjum sem standast tímans tönn.

Aarke sameinar fallega og tímalausa hönnun og hvetur til umhverfisvænni og heilbrigðari lífstíls. Minna plast og inn með Aarke.